Innlent

Segir ásakanir á hendur Julian lykta af ófrægingaherferð

Kristinn Hrafnsson.
Kristinn Hrafnsson.

„Þetta gerist á einum sólarhring en það er óvanalega hröð málsmeðferð í Svíðþjóð," segir Kristinn Hrafnsson, einn af talsmönnum uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, en forsvarsmaður síðunnar, Julian Assange, hefur verið eftirlýstur af sænskum yfirvöldum vegna gruns um nauðgun.

Það var sænska götublaðið Expressen sem greindi frá málinu í morgun. Málið hefur svo vakið heimsathygli en almannatengslafulltrúi saksóknara hefur staðfest að málið sé inni á þeirra borði.

„Það hefur enginn talað við hann heldur heyrði hann fyrst af málinu í gegnum fjölmiðla," segir Kristinn en Wikileaks hefur verið í heimsfréttunum undanfarið vegna 90 þúsund leyniskjala bandaríska hersins sem síðan komst yfir og hyggst birta. Síðan hefur legið undir harðri gagnrýni vegna skjalanna.

Kristinn segir þetta ekki koma á óvart miðað við þær aðvaranir sem hafa borist síðunni. Hann tekur fram að um alvarlega ásakanir sé að ræða og að málið lykti af ófrægingaherferð.

Julian hefur rætt við lögmann sinn og ætlar að gefa lögreglunni skýrslu í dag. Hann er staddur í Svíþjóð og hefur verið þar síðastliðnar tvær viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×