Innlent

Lítið hægt að gera ef til uppsagna kemur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Grunnskólabörnum í Reykjavík hefur fækkað segir fræðslustjóri. Mynd/ Anton.
Grunnskólabörnum í Reykjavík hefur fækkað segir fræðslustjóri. Mynd/ Anton.
Dæmi eru um að starfsfólk sé þegar farið að missa vinnuna í skólum, segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir þá að í slíkum tilfellum hafi yfirleitt verið um að ræða tónlistarskóla eða grunnskóla. Hann segir að um sé að ræða einstaka uppsagnir. Ekki hafi komið til neinna hópuppsagna í stéttinni.

Vísir sagði frá því í morgun að það stefnir í 400 milljóna króna halla á rekstri Menntasviðs Reykjavíkurborgar á þessu ári. Helmingurinn af rekstrarhallanum er tilkominn vegna launaliðar, að sögn fræðslustjóra. Skólarnir eru ofmannaðir vegna fækkunar skólabarna.

„Ég hef svo sem ekki forsendur til að meta það hvort um ofmönnun er að ræða, af því að við höfum ekki upplýsingar um það hérna," segir Eiríkur. Hann útilokar það samt ekki. Eiríkur segir að sveitarfélög á Íslandi hafi brugðist misjafnlega við þeirri fjárþröng sem þau hafa staðið frammi fyrir. En hann segir að ef til vill sé ekkert hægt að gera í því ef til uppsagna kemur.

„Það er búið að skera allt niður inn að beini. Það er nánast ekkert til sem heitir yfirvinna lengur þannig að ef launaliðurinn er að sliga þetta og menn telja sig vera með ofmönnun að þá er ekkert við því að segja," segir Eiríkur. Þá sé það hlutverk stéttarfélagsins að sjá til þess að lögum og reglum sé fylgt við uppsagnir.




Tengdar fréttir

Fræðslustjóri útilokar ekki uppsagnir

Það stefnir í 400 milljóna króna halla á rekstri Menntasviðs Reykjavíkurborgar á þessu ári. Níu mánaða uppgjör var kynnt í menntaráði á fundi í síðustu viku. Ragnar Þorsteinsson segir að hallinn sé tilkominn vegna launaliðar annars vegar og hins vegar vegna annars kostnaðar sem erfitt hafi reynst að skera niður undanfarin tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×