Erlent

Assange sleppt gegn tryggingu

Óli Tynes skrifar
Julian Assange.
Julian Assange.

Dómari í Lundúnum lét í dag Julian Assange lausan úr fangelsi gegn tryggingu. Hann mun því ganga laus þartil skorið verður úr um hvort hann verður framseldur til Svíþjóðar. Sú lagaflækja gæti tekið nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. Í Svíþjóð er Assange að því er virðist ákærður fyrir að hafa samfarir við tvær konur án þess að nota smokk.

Fjölmargir buðust til að leggja fram tryggingafé fyrir Assange en dómarinn lagði mesta áherslu á að fá tryggingu fyrir því að hann muni ekki flýja land. Það gekk upp þegar vinur hans bauð heimili sitt og loforð um að Assange muni mæta fyrir rétt þegar hann verður boðaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×