Erlent

Hægrimenn með stærri heilamöndlu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heilamandlan í hægrimönnum er stærri en í öðru fólki.
Heilamandlan í hægrimönnum er stærri en í öðru fólki.
Heilinn í vinstrimönnum og hægrimönnum er gerólíkur, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem læknar í Lundúnum gerðu.

Rannsóknin bendir til þess að heilamandlan, svæði í miðjum heilanum, sé stærri í hægrimönnum en vinstrimönnum. Mandlan stjórnar viðbrögðum fólks við hræðslu og kvíða. Hins vegar hafa hægrimenn minni heilagyrðil, en það er svæði í heilanum sem er tengt hugrekki og bjartsýni.

Hvort þetta þýði að hægrimenn séu upp til hópa kvíðnari og síður hugrakkari en aðrir, skal þó ósagt látið. Þá segja rannsakendur að ekki sé hægt að segja til um hvort þessi mismunandi lögun heilans sé áunnin með tímanum eða hvort hún sé erfð.

Greint var frá rannsókninni á fréttavef BBC, en hún verður birt í fræðiriti á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×