Erlent

Ætluðu að myrða blaðamenn vegna skopteikninga - fjórir handteknir

Starfsfólk Jótlandspóstsins fyrir utan höfuðstöðvar blaðsins í mars 2006 eftir að öfgamenn sögðust hafa komið sprengju fyrir í húsinu. Símtalið reyndist gabb.
Starfsfólk Jótlandspóstsins fyrir utan höfuðstöðvar blaðsins í mars 2006 eftir að öfgamenn sögðust hafa komið sprengju fyrir í húsinu. Símtalið reyndist gabb.

Fjórir karlmenn af mið-austurlenskum uppruna hafa verið handteknir í Danmörku vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverk þar í landi. Það var danska leyniþjónustan sem handtók mennina en þeir komu til Danmerkur frá Svíþjóð í gærkvöldi. Byssa með hljóðdeyfi fannst í fórum mannanna ásamt skotfærum.

Leyniþjónustan telur mennina hafa ætlað að ráðast inn í höfuðstöðvar Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn og myrða eins marga starfsmenn þar og mögulegt væri vegna birtinga á skopmyndum árið 2005.

Jakob Scarf, forstjóri PET, leyniþjónustu Danmerkur, segir yfirvofandi árás hafa verið afstýrt með aðgerðum leyniþjónustunnar.

Mönnunum er lýst sem herskáum íslamistum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×