Innlent

Íraksrannsókn komi á dagskrá

Rannsókn Tillaga 30 þingmanna gengur út á að stofnuð verði rannsóknar­nefnd um Íraksmálið.Fréttablaðið/GVA
Rannsókn Tillaga 30 þingmanna gengur út á að stofnuð verði rannsóknar­nefnd um Íraksmálið.Fréttablaðið/GVA
„Ég mun þrýsta á forseta að fá þetta á dagskrá sem fyrst,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, í kjölfar birtingar utanríkisráðuneytisins á skjölum er varða stuðning Íslands við innrásina í Írak 2003.

Árni Þór er frummælandi þingsályktunartillögu 30 þingmanna úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum um að kosin verði nefnd sem rannsaki aðdraganda ákvörðunar um stuðning Íslands við innrásina. Samkvæmt tillögunni á nefndin að fá í hendur öll gögn stjórnvalda og heimild til að krefja málsaðila svara.- bþs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×