Innlent

Missti allt sitt á einum degi

Hundurinn Spotti ásamt fóstru sinni Guðrúnu Jónsdóttur og Jóni Orra Aronssyni.
Hundurinn Spotti ásamt fóstru sinni Guðrúnu Jónsdóttur og Jóni Orra Aronssyni.
Hundurinn Spotti, sem dvalið hefur á fósturheimili Dýrahjálpar frá því í ágúst, missti allt sem hann átti á einum degi. Tík sem var á heimili með honum, ári eldri en hann og besti félagi fékk krabbamein þegar flytja átti þau tvö á fósturheimilið. Það varð því að svæfa hana og sama dag varð Spotti að sjá á bak eiganda sínum frá upphafi og heimili sínu, því eigandinn þurfti að flytja til foreldra sinna, þar sem ekki var hægt að hafa hunda.

Í dag er hann svo árásargjarn við aðra hunda, að til vandræða horfir. Verið er að vinna í því í samstarfi við hundaþjálfara og dýraatferlisfræðing.

Spotti hefur frá því í ágúst fengið tvær fjölskyldur sem tóku hann að sér en það gekk ekki upp af ýmsum ástæðum og fór hann því á fósturheimilið aftur.

„Hann er yndislegur á heimili, skapgóður, rólegur, skemmtilegur og hlýðinn,“ segir Guðrún Jónsdóttir, fóstra Spotta. „Hann hefur alla eiginleika góðs heimilishunds nema þennan galla.“

Nú er verið að gera lokatilraun til að finna heimili fyrir Spotta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×