Innlent

Hugmyndin sögð óraunhæf

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson

„Það myndi brjóta blað í sögu samningaviðræðna Evrópusambandsins við önnur ríki ef þetta gengi eftir", segir Þorsteinn Gunnarsson, annar varaformaður samninganefndar Íslands, um fullyrðingu Ögmundar Jónassonar, dóms- og mannréttindaráðherra, í fjölmiðlum um að mögulegt sé að ljúka viðræðum við Evrópusambandið á tveimur mánuðum.

Þetta telur Ögmundur raunhæft ef því sem hann kallar aðlögunarferli yrði hætt og upp yrðu teknar raunverulegar aðildarviðræður, eins og hann rakti í Morgunblaðsgrein á laugardaginn.

Þorsteinn bendir á að fyrir liggur viðræðuáætlun Íslands og ESB. Sú áætlun gerir ráð fyrir að fram á byrjun næsta árs verði löggjöf Íslands og ESB borin saman og þegar því verði lokið taki sjálfar aðildarviðræðurnar við. „Reynslan sýnir í aðildarviðræðum annarra ríkja að þær taka eitt til tvö ár."

Þorsteinn segir óráðlegt að flýta viðræðunum. „Ef við ætlum að ná fram vönduðum samningi þá þarf meira en tvo mánuði til að útkljá það. Við þurfum vandaða umfjöllun og til þess þarf tíma. Ég held að hagsmunir Íslands séu frekar þeir að menn taki sér meiri en minni tíma í að ná niðurstöðu." - shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×