Innlent

Búist við stórflóði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gufustrókarnir sjást vel frá Vestmannaeyjum. Mynd/ Óskar P. Friðriksson.
Gufustrókarnir sjást vel frá Vestmannaeyjum. Mynd/ Óskar P. Friðriksson.
Það er búist við stóru flóði úr Gígjökli, segir Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, í samtali við Vísi.

Kjartan segir að vatnið sé þegar orðið umtalsvert og fari enn hækkandi. Þetta sé það sem menn hafi mestar áhyggjur af núna í sambandi við gosið. Það sé alltaf hætta á miklum vatnsflaumi þegar gýs undir jökli. Kjartan bendir þó á að þetta sé miklu minna en myndi koma úr Kötlugosi.

Sjónarvottar sem Vísir hefur rætt við segjast hafa séð mikla gufustróka. Þessi mynd sem fylgir fréttinni, sem tekin er í Vestmannaeyjum, er til marks um að gufustrókarnir sjáist vel þaðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×