Innlent

Merki Eimskipafélagsins heldur áfram að valda misskilningi

Gamla merki Eimskipafélags Ísland heldur áfram að valda misskilningi meðal erlendra ferðamanna . Starfsmenn Sjóminjasafnsins á Granda þurftu að setja upp sérstak blað þar sem merkið er útskýrt í íslensku samhengi.

Gamla merki Eimskipafélags Íslands líkist hakakrossinum sem þýsku nasistarnir notuðu sem einkennistákn. Eimskipamenn byrjuðu hins vegar að nota táknið árið 1914 löngu áður en þýski nasistaflokkurinn var stofnaður en það byggir á hinu forn norræna tákni Þórshamri.

Á sjóminjasafninu á Granda eru gamlir munir úr sögu Eimskipafélagsins til sýnis en merki félagsins hefur eðlilega vakið undrun og áhuga útlendinga. Starfsmenn safnsins fengu nánast daglega fyrirspurnir vegna þessa og gripu þar af leiðandi til þess ráðs að setja upp sérstakt blað til að útskýra táknið í íslensku samhengi.

„Þeir voru að misskilja. Þeir halda að þetta sé nasistamerki í staðinn fyrir merki Eimskipafélagsins. Þetta er sem sagt gamli Gullfoss sem við endurbyggðum til þess að sýna fólki hvernig sjómennirnir komu niður Gullfossi á þessa gömlu trébryggjur. Sökum þess að merkið er mjög líkt gamla nasistamerkinu og það þurftum við að útskýra. Þeir misskilja þetta mjög oft," segir Alma Sigrún Sigurgeirsdóttir, safnvörður á Sjóminjasafninu Víkin. Hún segir að útlendingar haldi að hér hafi nasistar fyrir stríð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×