Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjáralaganefndar, segir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og Björgólf Thor Björgólfsson vera eitraða blöndu.
Á heimasíðu sinni birtir hann mynd af þeim og segir: „Þessir náungar voru báðir í Davos á dögunum að ræða efnahagsmál heimsins. Þeir tveir reyndust Íslandi eitruð blanda á útrásartímanum. Hefur það eitthvað breyst?"
Forsetinn og Björgólfur Thor eitruð blanda
