Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum 31. janúar 2010 12:11 Mynd úr safni. Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. Þau mæðgin voru í jeppaleiðangri ásamt fleira fólki og munu þau hafa verið á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprungu í vestanverðum Langjökli undir eitt í gær. Björgunarsveitarmenn fór að drífa að upp úr klukkan tvö og um klukkan þrjú náðist konan upp úr sprungunni. Hún reyndist þá látin, 45 ára gömul. Aðstæður til björgunarstarfa voru góðar að því leyti að verðið var gott og logn á svæðinu. Ásgeir Kristinsson var vettvangsstjóri Björgunarfélags Akraness á staðnum. Hann segir að aðstæður í sprungunni hafi verið erfiðar. „Hún var þröng og fallið var töluvert þannig að það var frekar þröngt fyrir björgunarmenn að athafna sig þar. Þeir fóru tveir niður og fór annar þeirra neðar til þessa að vinna við sjálfa björgunina en hinn aðstoðaði og bar skilaboð upp," segir Ásgeir. Hann telur að mæðginin hafi fallið allt að 30 metra. Ásgeir segir svæðið ótryggt, jökullinn sé krosssprungin á þessum stað, til marks um það hafi þeir sem komu fyrstir á vettvang misst dekk ofan í sprungu. Drengurinn féll dýpra ofan í sprunguna en móðir hans og tók það tvo tíma til viðbótar að ná honum upp, en það tókst um fimmleytið. Þá hafði drengurinn verið ofan í myrkri sprungunnar í um fjórar klukkustundir. Að sögn Ásgeirs lögðu margir hönd á plóginn við björgunarstarfið, auk um 120 björgunarsveitarmanna hjálpuðu til bæði ferðalangar og aðstandendur mæðginanna. Þegar fréttastofa náði sambandi við vakthafandi lækni á gjörgæsludeild Landspítalans í morgun sagði hann líðan drengsins eftir atvikum en honum er haldið sofandi í öndunarvél. „Þetta er erfið stund og okkar hugur er hjá aðstandendum," segir Ásgeir. Tengdar fréttir Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. Þau mæðgin voru í jeppaleiðangri ásamt fleira fólki og munu þau hafa verið á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprungu í vestanverðum Langjökli undir eitt í gær. Björgunarsveitarmenn fór að drífa að upp úr klukkan tvö og um klukkan þrjú náðist konan upp úr sprungunni. Hún reyndist þá látin, 45 ára gömul. Aðstæður til björgunarstarfa voru góðar að því leyti að verðið var gott og logn á svæðinu. Ásgeir Kristinsson var vettvangsstjóri Björgunarfélags Akraness á staðnum. Hann segir að aðstæður í sprungunni hafi verið erfiðar. „Hún var þröng og fallið var töluvert þannig að það var frekar þröngt fyrir björgunarmenn að athafna sig þar. Þeir fóru tveir niður og fór annar þeirra neðar til þessa að vinna við sjálfa björgunina en hinn aðstoðaði og bar skilaboð upp," segir Ásgeir. Hann telur að mæðginin hafi fallið allt að 30 metra. Ásgeir segir svæðið ótryggt, jökullinn sé krosssprungin á þessum stað, til marks um það hafi þeir sem komu fyrstir á vettvang misst dekk ofan í sprungu. Drengurinn féll dýpra ofan í sprunguna en móðir hans og tók það tvo tíma til viðbótar að ná honum upp, en það tókst um fimmleytið. Þá hafði drengurinn verið ofan í myrkri sprungunnar í um fjórar klukkustundir. Að sögn Ásgeirs lögðu margir hönd á plóginn við björgunarstarfið, auk um 120 björgunarsveitarmanna hjálpuðu til bæði ferðalangar og aðstandendur mæðginanna. Þegar fréttastofa náði sambandi við vakthafandi lækni á gjörgæsludeild Landspítalans í morgun sagði hann líðan drengsins eftir atvikum en honum er haldið sofandi í öndunarvél. „Þetta er erfið stund og okkar hugur er hjá aðstandendum," segir Ásgeir.
Tengdar fréttir Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25