Ryanair mun fara fram á skaðabætur vegna truflana sem félagið varð fyrir vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.
Flugfélagið heldur því fram að núverandi reglur sem gera flugfélögum að bæta farþegum truflanir á flugum, séu ósanngjarnar og það muni sækja um bætur frá breskum og írskum stjórnvöldum í samræmi við reglur samgöngunefndar Evrópusambandsins.