Innlent

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að tuttugu og þriggja ára karlmaður, sem réðist á stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í síðasta mánuði, sæti gæsluvarðhaldi til 10. desember. Hæstiréttur féllst á kröfu mannsins um að hann gangist undir geðrannsókn, en héraðsdómur hafði áður hafnað þeirri kröfu.

Maðurinn hefur játað að hafa ráðist á sextán ára gamla stúlku við Suðurlandsbraut í Reykjavík í síðasta mánuði. Að öðru leyti bar hann við minnisleysi vegna fíkniefnaneyslu.

Málið vakti mikinn óhug enda átti árásin sér stað um miðjan dag. Stúlkan hlaut slæma áverka á höfði en komst við illan leik upp á Suðurlandsbraut þar sem vegfarandi kom henni til aðstoðar og hringdi á sjúkrabíl. Í kjölfarið leituðu lögreglubílar og lögreglumenn á mótorhjólum að manninum í Laugardalnum og víðar, án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×