Erlent

Mamma Julian Assange er áhyggjufull

Mamma Julians Assange rekur brúðuleikhús í Ástralíu, heimalandi þeirra
Mamma Julians Assange rekur brúðuleikhús í Ástralíu, heimalandi þeirra
Móðir Julians Assange, stofnanda Wikileaks, er miður sín yfir árásum á son sinn og segir margt af því sem skrifað er um hann í fjölmiðlum sé ekki rétt.

„Hann er sonur minn og ég elska hann, og auðvitað vil ég ekki að hann sé eltur uppi og settur í fangelsi," segir móðir hans, Christine Assange, í samtali við ástralska útvarpsstöð. Christine býr í Queensland þar sem hún rekur brúðuleikhús.

Hún segist hafa miklar áhyggjur af syni sínum og telur það vera eðlilegt viðbrögð móður í aðstæðum sem þessum. Christine tekur ennfremur fram að margt af því sem skrifað er um son hennar sé rangt, en tekur þó ekki fram hvað það er.

Julian var kærður fyrir nauðgun í Svíþjóð og er nú eftirlýstur vegna þessa. Hann hefur neitað þessum ásökunum.

Í Ástralíu, heimalandi Julians, rannsakar lögreglan hvort hægt verði að lögsækja hann fyrir að leka viðkvæmum upplýsingum. Bandaríkjamenn eru þó þeir sem helst vilja koma í veg fyrir að Julian haldi áfram að leka upplýsingum á Wikileaks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×