Erlent

Breska lögreglan rannsakar hryðjuverkaárásina í Stokkhólmi

Rannsókn á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi um helgina teygir sig nú anga sína til Bretlands. Samkvæmt frétt um málið á BBC fór lögreglan í húsleit í húsi í Bedforsshire í tengslum við rannsóknina.

Óstaðfestar fréttir hermar að hryðjuverkamaðurinn, sem lést í tveimur sprengingum á laugardag, hafi verið búsettur í Luton á Englandi. Scotland Yard segir að enginn hafi verið handtekinn vegna rannsóknarinar í Bretlandi en að hún standi enn yfir og að breska lögreglan eigi náin samskipti við þá sænsku vegna málsins.

Þá hefur komið fram í norrænum fjölmiðlum að hugsanlega hafi sænsk yfirvöld vitað af árásinni fyrirfram. Fréttastofan TT hefur upplýsingar um að yfirmaður í sænska varnarmálaráðuneytinu hafi hringt í vin sinn og varað hann við að vera á ferli við Drottninggatan daginn sem árásin var gerð þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×