Erlent

Hljóðupptaka fyrir sprengjuárás í Stokkhólmi

Óli Tynes skrifar
Taimour Abdulwahab.
Taimour Abdulwahab.

Hryðjuverkamaðurinn sem sprengdi sjálfan sig í Stokkhólmi um helgina skildi eftir sig hljóðupptöku þar sem hann lýsir í nokkuð löngu máli ástæðunum fyrir árásinni. Hann talar um niðurlægingu og ofsóknir gegn múslimum í Evrópu, þar á meðal Svíþjóð. Við það verði ekki lengur unað.

Maðurinn hét Taimour Abdulwahab og var 28 ára gamall. Í Svíþjóð bjó hann í Smálöndum en fluttist til Luton í Englandi á síðasta ári. Breska lögreglan fór inn á heimilið þar í gær til að gera húsleit. Eignkona Taimours og börn voru fjarlægð úr íbúðinni.

Hljóðupptakan er flutt á prýðilegri sænsku. Taimour biður fjölskyldu sína fyrirgefningar. Biður eiginkonuna um að kyssa börnin og fullvissa þau um að pabbi elski þau og muni alltaf elska þau. Loks beinir hans orðum til þeirra sem hann kallar stríðsmenn Guðs hvarvetna í Evrópu og hvetur þá til að gera árásir. Þótt ekki sé nema með hníf að vopni. Nú sé kominn tími á aðgerðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×