Félag múslima mun eitt fá moskulóðina 13. desember 2010 05:30 Páll Hjaltason Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur er ósammála því mati mannréttindastjóra borgarinnar að úthluta beri báðum félögum ókeypis lóð undir mosku fái annað félagið slíka lóð. Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, segir að Félag múslima muni fá lóð undir mosku frá borginni en ekki Menningarsetur múslima sem einnig sækir um lóð. „Í skipulagsvinnunni er ég að vinna eftir því að samþykkt var fyrir tíu árum að lóð yrði afgreidd til Félags múslima undir mosku ásamt þremur öðrum trúfélögum. Mér finnst það bara ekki í lagi að Reykjavíkurborg svíki loforð í tíu ár,“ segir Páll Hjaltason. „Mig langar líka að benda á að kristin trúfélög fá ekki lóðir, nema þjóðkirkjan sem við höfum lögbundnar skyldur við. Enda er ekki eins og borgin sé full af kirkjulóðum sem við þurfum að koma út.“ Páll segir það hins vegar vera sína skoðun sem formaður skipulagsráðs að „fallegasta leiðin“ í málinu væri sú að menn ynnu saman og að moskan yrði byggð í sem mestum friði og að sem flestir múslimar notuðu hana. Varðandi umsókn Menningarseturs múslima segir Páll að til þess að hún fái „virkni“ þurfi hún að fara fyrir borgarráð. Hann muni ekki finna lóð fyrir söfnuðinn á skipulagslegum forsendum. Karim Askari Karim Askari, varaformaður Menningarseturs múslima, segir aðalatriðið að útveguð verði lóð undir mosku fyrir alla múslima á Íslandi. „Félag múslima og Menningarsetrið fylgja sömu trú og þess vegna er í lagi að það verði aðeins ein lóð,“ segir Karim, sem kveðst vilja að mynduð verði nefnd með fulltrúum allra múslima til að annast um moskuna. Karim segir að þó að það hafi verið Félag múslima sem sótti upphaflega um lóðina hafi það einnig verið gert í nafni fólks sem síðan hafi gengið til liðs við Menningarsetrið. Munurinn á félögunum sé fyrst og fremst sá að Menningarsetrið sé lýðræðislegt en í Félagi múslima sitji ævikjörið öldungaráð. Þess vegna sætti menn sig illa við að Félag múslima sitji eitt að lóðinni. „Við þurfum ekki lóð í nafni Félags múslima eða Menningarseturins heldur í nafni allra múslima,“ segir Karim, sem kveður málið verða rætt nánar á ársfundi Menningarsetursins í lok ársins. Anna Kristinsdóttir Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, að jafnvel þótt lóðir borgarinnar væru takmörkuð gæði væri ekki hægt að ganga framhjá öðru félaginu fengi hitt lóð úthlutað. Formaður skipulagsráðs er ósammála þessu. „Það er ekkert sjálfgefið að úthluta svona lóðum,“ segir Páll Hjaltason. gar@frettabladid.is Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, segir að Félag múslima muni fá lóð undir mosku frá borginni en ekki Menningarsetur múslima sem einnig sækir um lóð. „Í skipulagsvinnunni er ég að vinna eftir því að samþykkt var fyrir tíu árum að lóð yrði afgreidd til Félags múslima undir mosku ásamt þremur öðrum trúfélögum. Mér finnst það bara ekki í lagi að Reykjavíkurborg svíki loforð í tíu ár,“ segir Páll Hjaltason. „Mig langar líka að benda á að kristin trúfélög fá ekki lóðir, nema þjóðkirkjan sem við höfum lögbundnar skyldur við. Enda er ekki eins og borgin sé full af kirkjulóðum sem við þurfum að koma út.“ Páll segir það hins vegar vera sína skoðun sem formaður skipulagsráðs að „fallegasta leiðin“ í málinu væri sú að menn ynnu saman og að moskan yrði byggð í sem mestum friði og að sem flestir múslimar notuðu hana. Varðandi umsókn Menningarseturs múslima segir Páll að til þess að hún fái „virkni“ þurfi hún að fara fyrir borgarráð. Hann muni ekki finna lóð fyrir söfnuðinn á skipulagslegum forsendum. Karim Askari Karim Askari, varaformaður Menningarseturs múslima, segir aðalatriðið að útveguð verði lóð undir mosku fyrir alla múslima á Íslandi. „Félag múslima og Menningarsetrið fylgja sömu trú og þess vegna er í lagi að það verði aðeins ein lóð,“ segir Karim, sem kveðst vilja að mynduð verði nefnd með fulltrúum allra múslima til að annast um moskuna. Karim segir að þó að það hafi verið Félag múslima sem sótti upphaflega um lóðina hafi það einnig verið gert í nafni fólks sem síðan hafi gengið til liðs við Menningarsetrið. Munurinn á félögunum sé fyrst og fremst sá að Menningarsetrið sé lýðræðislegt en í Félagi múslima sitji ævikjörið öldungaráð. Þess vegna sætti menn sig illa við að Félag múslima sitji eitt að lóðinni. „Við þurfum ekki lóð í nafni Félags múslima eða Menningarseturins heldur í nafni allra múslima,“ segir Karim, sem kveður málið verða rætt nánar á ársfundi Menningarsetursins í lok ársins. Anna Kristinsdóttir Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, að jafnvel þótt lóðir borgarinnar væru takmörkuð gæði væri ekki hægt að ganga framhjá öðru félaginu fengi hitt lóð úthlutað. Formaður skipulagsráðs er ósammála þessu. „Það er ekkert sjálfgefið að úthluta svona lóðum,“ segir Páll Hjaltason. gar@frettabladid.is
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira