Erlent

Prófessor í Álaborg gripinn með buxurnar á hælunum

Prófessor við háskólann í Álaborg í Danmörku var nýlega tekinn með buxurnar á hælunum í bókstaflegri merkingu þeirra orða.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Norður Jótlandi en það komst í hámæli þegar kynlífsmyndband var sent til sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Á myndbandinu sést prófessorinn ásamt fjórum öðrum mönnum samrekkja konu á tæknistofu háskólans.

Í frétt Jyllands Posten um málið segir að á myndbandinu, sem er klukkutíma langt, sé stundað afbrigðilegt kynlíf en karlmennirnir eru allir klæddir munkakuflum og ýmis tól og tæki koma við sögu.

Lars Bonderup Björn rektor háskólans er sleginn yfir þessu máli því samkvæmt heimildum TV2 hefur prófessorinn skipulagt þó nokkrar sambærilegar kynlífsveislur innan veggja skólans. Hinsvegar virðist hópurinn ekki hafa vitað af því að upptökuvél var í gangi í tæknistofunni.

Björn segir að húsakynni skólans séu hvorki innréttuð né ætluð fyrir svona athafnir.

Prófessorinn hefur hlotið áminningu en fær að halda starfi sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×