Innlent

Óveður hindrar viðræður um öryggi Íslands

Truflanir hafa orðið á flugi í Bandaríkjunum undanfarið.
Truflanir hafa orðið á flugi í Bandaríkjunum undanfarið. MYND/AP

Árlegum viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um öryggismál, sem hefjast áttu í Reykjavík í dag, hefur verið frestað vegna óveðurs í Bandaríkjunum. Bandaríska sendinefndin átti að koma til Íslands í morgun en samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu komst hún ekki frá Washington til New York vegna veðurs og missti því af fluginu til Íslands.

Við brottför Varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli árið 2006 var ákveðið að teknar skyldu upp árlegar viðræður milli sérfræðinga Íslands og Bandaríkjanna um varnir gegn hryðjuverkum, landamæraeftirlit, löggæslu og siglingavernd. Síðasti fundur var haldinn í júní árið 2009. Samkvæmt upplýsingum bandaríska sendiráðsins í morgun er ljóst að viðræðurnar frestast fram yfir áramót úr þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×