Erlent

Hamas fær langdrægari eldflaugar

Óli Tynes skrifar
Hamas skýtur eldflaugum.
Hamas skýtur eldflaugum.

Háttsettur maður í ísraelsku leyniþjónustunni segir að Hamas samtökin hafi komið sér upp eldflaugum sem draga áttatíu kílómetra. Þeim er hægt að skjóta frá Gaza ströndinni alla leið til stórborgarinnar Tel Aviv. Leyniþjónustumaðurinn sagði að eldflaugarnar hefðu komið í gegnum Egyptaland og sakaði Egypta um slaka landamæravörslu.

Bæði Ísrael og Egyptaland lokuðu landamærum að Gaza eftir að Hamas hrifsaði var völdin árið 2007 og rak Mahmoud Abbas forseta á brott með vopnavaldi. Palestínumenn hafa grafið mörghundruð jarðgöng undir landamærin til Egyptalands og það er um þau sem vopnum er smyglað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×