Erlent

Facebook opnar tölvupóstþjónustu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mark Zuckerberg er stofnandi Facebook. Mynd/ afp.
Mark Zuckerberg er stofnandi Facebook. Mynd/ afp.
Búist er við því að Facebook setji á stofn tölvupóstþjónustu og fari með því í samkeppni við Gmail, Yahoo og Hotmail. Facebook rekur sem kunnugt er vinsælasta félagsnet í heimi, með um 500 milljón notendur víðsvegar um heiminn.

Forsvarsmenn síðunnar hafa efnt til sérstaks viðburðar í San Francisco í dag og herma óstaðfestar heimildir BBC fréttastofunnar að þar verði nýja tölvupóstþjónustan kynnt. BBC segir að spennan á milli forsvarsmanna Google og Facebook hafi aukist gríðarlega upp á síðkastið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×