Innlent

Fréttaskýring: Svívirðilegt áhugaleysi stjórnvalda

Sólveig Anna Jónsdóttir, ein nímenninganna sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi, gagnrýnir stjórnvöld fyrir sinnuleysi í sinn garð og annarra sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi.

Á fimmta hundrað manns, þegar þetta er skrifað, taka undir áskorun um að dómsmálaráðherra beiti fyrir sig stjórnarskránni og felli niður málsókn á hendur nímenningunum, á grundvelli 100. greinar almennra hegningarlaga. Greinin fjallar um árás á Alþingi, þannig að sjálfræði þess sé hætta búin. Árs fangelsi að lágmarki liggur við brotum á þessari grein.

Sólveig Anna þakkar þeim sem styðja áskoruninina fyrir framtakið en segist helst vilja að hún verði sýknuð fyrir dómi og fá þannig uppreisn æru. Verði hún sakfelld, vonast hún til þess að fólk taki því ekki þegjandi.

Sólveig Anna upplýsir í ítarlegu viðtali við Ingimar Karl Helgason, fréttamann Stöðvar 2, hvað henni gekk til þegar hún fór inn í Alþingishúsið 8. desember 2008. Hún segir enn fremur frá því að helst vilji hún efnisdóm í málinu.

Hér er farið yfir mál nímenninganna, skjöl sem liggja saksókn á hendur þeim til grundvallar, þögn yfirvalda um málið og fjallað um fordæmi; en einu sinni á lýðveldistímanum, hefur fólk verið dæmt á grundvelli þess að sjálfræði Alþingis hafi verið hætta búin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×