Innlent

Íslendingar unnu þrettán heimsmeistaratitla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hópurinn sem fór til Bath í byrjun nóvember. Á myndina vantar Jón Gunnarsson
Hópurinn sem fór til Bath í byrjun nóvember. Á myndina vantar Jón Gunnarsson
Landsliðshópur Kraftlyftingafélagsins Metal fór frægðarför á heimsmeistaramót í kraftlyftingum sem fram fór dagana 3. - 7. nóvember í Bath í Englandi. Hópurinn vann samtals þrettán heimsmeistaratitla, fjögur silfur og eitt brons.

Benedikt Magnússon, oft kallaður Benni tjakkur, var einn þeirra sem vann til verðlauna í deddi. „Ég setti heimsmet í mínum aldursflokki, það er 40-44 og í þyngdarflokki milli 125 og 140 kíló. Heimsmetið er 323 kíló. Ég bætti það um hálft kíló þannig að það er nú 323,5 kíló," segir Benedikt í samtali við Vísi.

Hann segir að það séu nokkur ár síðan að hann byrjaði að æfa. „Ég var nú lengi á sjó og það er ekkert langt síðan að ég hætti því og nú finnst mér æfingarnar vera orðnar reglulegar," segir Benedikt. Hann viðurkennir að hreystleikinn komi úr sjómennskunni.

Eftirtaldir aðilar unnu til verðlauna á mótinu í Bath

Kári Elíson

Einar Guðnason

Gunnar F Rúnarsson

Birgir Þorsteinsson

Fjölnir Guðmannsson

Þröstur Ólason

Flosi Jónsson

Benedikt Magnússon

Nánari upplýsingar um mótið í Bath má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×