Milljarðakaup á verðlausu skuldabréfi ein ástæða húsleita 17. nóvember 2010 06:00 Gjaldeyrissjóður á vegum Glitnis keypti verðlaust skuldabréf af Saga Capital á rúman milljarð haustið 2008. Þetta er meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitum og yfirheyrslum Sérstaks saksóknara í allan gærdag. Rannsakendur töldu að samningurinn væri falsaður til að láta líta út fyrir að hann hefði verið gerður fyrir hrun og sendu ábendingu um það til sérstaks saksóknara. Tölvupóstsamskipti sýna hins vegar að pósturinn var ekta og hefur sérstakur saksóknari því ekki rannsakað meint skjalafals. Ráðist var í tæplega tuttugu húsleitir í gær vegna rannsóknar á fimm málum tengdum Glitni. Allir liðsmenn svokallaðrar sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem stefnt hefur verið í New York, koma við sögu í félögum sem viðriðin eru hin meintu vafasömu viðskipti. Enginn sjömenninganna var þó yfirheyrður í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggjast starfsmenn Sérstaks saksóknara undirbyggja rannsókn sína betur með yfirheyrslum og gagnayfirlegu áður en stórlaxarnir verða kallaðir fyrir. Lárus Welding ætlar, samkvæmt heimildum blaðsins, að koma frá London í yfirheyrslu á morgun. Jón Ásgeir sagði við Fréttablaðið í gær að hvorki hann né Ingibjörg Pálmadóttir kona hans hefðu verið boðuð í skýrslutöku. Meðal staða sem leitað var á í gær er heimili Lárusar í Blönduhlíð - þar sem ekki var lagt hald á neitt að sögn Ragnars H. Hall, lögmanns hans - skrifstofa Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli, skrifstofa Pálma Haraldssonar í Reykjavík og skrifstofur Saga fjárfestingarbanka í Reykjavík og á Akureyri. Þá gerði lögreglan á Hvolsvelli eina húsleit vegna málsins. Alls voru tíu manns yfirheyrðir í gær, einkum stjórnendur úr gamla Glitni og Saga fjárfestingarbanka. Meðal þeirra voru Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, og Guðný Sigurðardóttir af lánasviði Glitnis. Sumir voru handteknir, þeirra á meðal Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri bankans, sem var sóttur á heimili sitt árla morguns. Húsleitir og skýrslutökur stóðu enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Ekki var þó farið fram á gæsluvarðhald eða farbann yfir neinum hinna yfirheyrðu í gær. Tengdar fréttir Grunur um hlutdeild Saga í meintum brotum Glitnis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, hefur réttarstöðu sakbornings í Glitnismálinu, en meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitunum í gær er grunur um hlutdeild fyrirtækisins í meintum brotum Glitnis banka. 17. nóvember 2010 12:15 Keypti verðlaust bréf af Saga á yfir milljarð Gjaldeyrissjóður Glitnis keypti verðlausa skuld af Saga Capital á yfir milljarð eftir hrun. Talið var að kaupsamningurinn hefði verið falsaður til að láta líta út fyrir að hann hefði verið gerður fyrir hrun en það reyndist ekki rétt. Forstjóri Saga segist ekki í rannsókn. 17. nóvember 2010 06:00 Stórlaxar í Glitnismáli mæta til yfirheyrslu - engin lög um skuggastjórnun Ekki er útilokað að fyrrverandi hluthafar Glitnis og æðstu stjórnendur verði kallaðir til yfirheyrslu á næstunni í tengslum við rannsókn Glitnismálsins. Ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir neinum í tengslum við rannsóknina. 17. nóvember 2010 12:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Innlent Fleiri fréttir Ummæli föður merki um heiðursofbeldi: Sagði í lagi ef sonur sinn myndi myrða dóttur sína Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Sjá meira
Gjaldeyrissjóður á vegum Glitnis keypti verðlaust skuldabréf af Saga Capital á rúman milljarð haustið 2008. Þetta er meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitum og yfirheyrslum Sérstaks saksóknara í allan gærdag. Rannsakendur töldu að samningurinn væri falsaður til að láta líta út fyrir að hann hefði verið gerður fyrir hrun og sendu ábendingu um það til sérstaks saksóknara. Tölvupóstsamskipti sýna hins vegar að pósturinn var ekta og hefur sérstakur saksóknari því ekki rannsakað meint skjalafals. Ráðist var í tæplega tuttugu húsleitir í gær vegna rannsóknar á fimm málum tengdum Glitni. Allir liðsmenn svokallaðrar sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem stefnt hefur verið í New York, koma við sögu í félögum sem viðriðin eru hin meintu vafasömu viðskipti. Enginn sjömenninganna var þó yfirheyrður í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggjast starfsmenn Sérstaks saksóknara undirbyggja rannsókn sína betur með yfirheyrslum og gagnayfirlegu áður en stórlaxarnir verða kallaðir fyrir. Lárus Welding ætlar, samkvæmt heimildum blaðsins, að koma frá London í yfirheyrslu á morgun. Jón Ásgeir sagði við Fréttablaðið í gær að hvorki hann né Ingibjörg Pálmadóttir kona hans hefðu verið boðuð í skýrslutöku. Meðal staða sem leitað var á í gær er heimili Lárusar í Blönduhlíð - þar sem ekki var lagt hald á neitt að sögn Ragnars H. Hall, lögmanns hans - skrifstofa Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli, skrifstofa Pálma Haraldssonar í Reykjavík og skrifstofur Saga fjárfestingarbanka í Reykjavík og á Akureyri. Þá gerði lögreglan á Hvolsvelli eina húsleit vegna málsins. Alls voru tíu manns yfirheyrðir í gær, einkum stjórnendur úr gamla Glitni og Saga fjárfestingarbanka. Meðal þeirra voru Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, og Guðný Sigurðardóttir af lánasviði Glitnis. Sumir voru handteknir, þeirra á meðal Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri bankans, sem var sóttur á heimili sitt árla morguns. Húsleitir og skýrslutökur stóðu enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Ekki var þó farið fram á gæsluvarðhald eða farbann yfir neinum hinna yfirheyrðu í gær.
Tengdar fréttir Grunur um hlutdeild Saga í meintum brotum Glitnis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, hefur réttarstöðu sakbornings í Glitnismálinu, en meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitunum í gær er grunur um hlutdeild fyrirtækisins í meintum brotum Glitnis banka. 17. nóvember 2010 12:15 Keypti verðlaust bréf af Saga á yfir milljarð Gjaldeyrissjóður Glitnis keypti verðlausa skuld af Saga Capital á yfir milljarð eftir hrun. Talið var að kaupsamningurinn hefði verið falsaður til að láta líta út fyrir að hann hefði verið gerður fyrir hrun en það reyndist ekki rétt. Forstjóri Saga segist ekki í rannsókn. 17. nóvember 2010 06:00 Stórlaxar í Glitnismáli mæta til yfirheyrslu - engin lög um skuggastjórnun Ekki er útilokað að fyrrverandi hluthafar Glitnis og æðstu stjórnendur verði kallaðir til yfirheyrslu á næstunni í tengslum við rannsókn Glitnismálsins. Ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir neinum í tengslum við rannsóknina. 17. nóvember 2010 12:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Innlent Fleiri fréttir Ummæli föður merki um heiðursofbeldi: Sagði í lagi ef sonur sinn myndi myrða dóttur sína Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Sjá meira
Grunur um hlutdeild Saga í meintum brotum Glitnis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, hefur réttarstöðu sakbornings í Glitnismálinu, en meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitunum í gær er grunur um hlutdeild fyrirtækisins í meintum brotum Glitnis banka. 17. nóvember 2010 12:15
Keypti verðlaust bréf af Saga á yfir milljarð Gjaldeyrissjóður Glitnis keypti verðlausa skuld af Saga Capital á yfir milljarð eftir hrun. Talið var að kaupsamningurinn hefði verið falsaður til að láta líta út fyrir að hann hefði verið gerður fyrir hrun en það reyndist ekki rétt. Forstjóri Saga segist ekki í rannsókn. 17. nóvember 2010 06:00
Stórlaxar í Glitnismáli mæta til yfirheyrslu - engin lög um skuggastjórnun Ekki er útilokað að fyrrverandi hluthafar Glitnis og æðstu stjórnendur verði kallaðir til yfirheyrslu á næstunni í tengslum við rannsókn Glitnismálsins. Ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir neinum í tengslum við rannsóknina. 17. nóvember 2010 12:09