Innlent

Kennarar vara við niðurskurði

Kennarafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti mótmælir niðurskurði á fjárveitingum til framhaldsskóla og varar við áhrifum hans. Telur félagið að ekki verði gengið lengra í sparnaði án þess að námsframboð verði skert. „Húsnæði tekur víða ekki við fjölmennari bekkjardeildum og hagrætt hefur verið til hins ítrasta gagnvart kennurum," segir í ályktun.

Þá er bent á að niðurskurður námsframboðs sé í andstöðu við yfirlýst og lögfest markmið um framhaldsskóla fyrir alla og einstaklingsmiðað nám.- bþs








Fleiri fréttir

Sjá meira


×