Erlent

Stjórnlausir kjarreldar í Ísrael

Óli Tynes skrifar
Slökkviliðsmenn og flugvélar berjast við kjarreldana.
Slökkviliðsmenn og flugvélar berjast við kjarreldana. Mynd/AP
Kjarreldarnir í Ísrael geisa enn stjórnlaust og hafa nú brennt yfir 1600 ekrur lands. Yfir fjörutíu manns hafa farist. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra sagði að Ísraelar yrðu að viðurkenna að þeir réðu ekki við eldana einir og myndu þiggja alla hjálp sem væri í boði. Og Ísrael hafa þegar borist mörg tilboð um hjálp. Meðal annars frá Rússlandi sem ætlar að senda risastórar Antonov slökkviliðsflugvélar til landsins. Þyrlur frá breska flughernum eru þegar í Ísrael og taka þátt í slökkvistarfinu með því að kasta yfir eldana slökkviefnum og vatni.

Mest áhersla er nú lögð á að verja hafnarborgina Haifa fyrir eldunum en þeir eru komnir að útjaðri hennar. Þeir kviknuðu í þjóðgarðinum í Galíleu og breiddust út með slíkum ógnarhraða að fólk náði ekki að hlaupa undan þeim. Yfir 15000 manns hafa verið fluttir frá heimilum sínum. Benjamín Netanyahu segir að þetta séu mestu náttúruhamfarir í sögu landsins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×