Erlent

Hvaða fólk er á þessari mynt?

Bretar klóra sér í hausnum yfir því hvernig myntsláttumenn krúnunnar gátu klúðrað peningnum.
Bretar klóra sér í hausnum yfir því hvernig myntsláttumenn krúnunnar gátu klúðrað peningnum.

Sérstök mynt hefur verið slegin á Bretlandi til þess að minnast trúlofunar Vilhjálms bretaprins og Kate Middleton. Gagnrýnisraddir eru þegar teknar að heyrast vegna þess að parið á myntinni þykir ekki vitund líkt turtildúfunum.

Myndin á myntinni er gerð eftir ljósmynd sem tekin var á Polo leik á dögunum og hafa Vilhjálmur og Kate samþykkt útfærsluna. Myntsafnarar eru hinsvegar glaðir, því þeir segja málið einfaldlega auka á verðmæti myntarinnar í framtíðinni. „Þetta er sögulega mikilvægur peningur. Að klúðra þessu svona mikið er eiginlega fáránlegt," segir Ingrid Seward, ritstjóri tímarits um konungsfjölskyldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×