Innlent

Ætlaði að henda rusli og féll niður ramp - fær tvær milljónir í bætur

Rampur líkt og konan féll af. Þarna má sjá að girðing hefur verið reist til þess að varna falli. Myndin er úr safni.
Rampur líkt og konan féll af. Þarna má sjá að girðing hefur verið reist til þess að varna falli. Myndin er úr safni.

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá síðasta ári þar sem Sorpa bs. var dæmt til þess að greiða konu rúmar tvær milljónir í skaðabætur.

Konan hugðist henda rusli í gám í Kópavogi árið 2005. Ekki tókst þó betur til en að hún rak sig í steinkant á rampi sem hún hafði ekið upp á, og féll niður rúman meter og slasaðist nokkuð.

Ekkert handrið var fyrir sem varnaði fallhættu. Þá voru engin viðvörunarskilti uppi heldur.

Gámurinn, sem átti að vera þar sem konan féll, hafði verið fjarlægður áður, með þeim afleiðingum að ekkert varnaði konunni frá því að detta niður.

Sorpa áfrýjaði málinu til Hæstaréttar í von um að lækka bæturnar á þeim forsendum að hún bæri hluta af ábyrgðinni. Á það féllst Hæstiréttur ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×