Innlent

Einar K: Beittu hótunum og kúgunum

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra. Mynd/GVA

„Niðurstaðan var fengin með hótunum og kúgunum," segir Einar K. Guðfinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um atkvæðagreiðsluna á Alþingi í júlí 2009 þegar samþykkt var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, sagði í umræðum á Alþingi í dag að Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, hefði verið hótað við atkvæðagreiðsluna. Ef hann myndi ekki styðja tillögu utanríkisráðherra yrði hann ekki lengi ráðherra.

Ásmundur sagði ennfremur: „Daginn sem atkvæðagreiðslan var í þinginu þá var enginn annar en hæstvirtur forsætisráðherra sem sat hér og kallaði hvern þingmann Vinstri grænna á fætur öðrum inn á teppið til sín og sagði þeim hinum sömu ef að þeir samþykktu að fram færi tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla og það væri samþykkt væri fyrsta vinstristjórnin sprungin."

Einar sagði að Ásmundur hefði verið varpað nýju ljósi á atkvæðagreiðsluna. Málið var afar alvarlegt þar sem atkvæðagreiðslan hefði farið fram með ólýðræðislegum hætti. „Það sem blasir við er að það var í raun og veru meirihluti þingmanna á móti því að samþykja aðildarumsókina að Evrópusambandinu," sagði Einar.

Ekki náðist í Jón Bjarnason við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×