Innlent

Styrkveiting til GR í uppnámi

Styrkveiting til Golfklúbbs Reykjavíkur er í uppnámi eftir að borgarráð var upplýst í dag um að klúbburinn hefði síðustu þrjú ár þegið 210 milljónir króna frá borginni til ákveðinna framkvæmda en notað hátt í helming fjárins til að lækka yfirdrátt og aðrar skuldir. Málið er nú í höndum innri endurskoðunar borgarinnar.

Borgarstjórn samþykkti í vikunni að veita Golfklúbbi Reykjavíkur 230 milljóna króna styrk á næstu fjórum árum til að bæta 9 holum við golfvöll félagsins við Korpúlfsstaði.

Samkvæmt eldri samningi við borgina hefur Golfklúbburinn þegið 210 milljónir króna í styrki síðustu þrjú ár frá borginni til tiltekinna framkvæmda. Peningarnir fóru hins vegar alls ekki allir í þær framkvæmdir - eins og segir skýrum stöfum í ársskýrslu klúbbsins:

Klúbburinn hefur ekki framkvæmt í samræmi við ákvæði samningsins á árunum 2008 og níu en fengið greitt samkvæmt honum. Og þetta var skýringin sem formaður Golfklúbbsins gaf á því af hverju styrkur frá borginni eyrnarmerktur ákveðnum framkvæmdum var ekki notaður í þær framkvæmdir:

Í skýrslu stjórnar segir hins vegar að Golfklúbburinn ákvað að nota lokagreiðslu frá borginni til að borga niður skuldir, meðal annars kaupleigusamninga vegna vélakaupa og yfirdrátt.

Skýrsla stjórnar bendir heldur ekki til þess að drifið verði í þessum framkvæmdum, þar segir að nú hyggist þeir róa sig niður - framkvæmdalega séð.

Málið er nú í höndum innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×