Erlent

Suður-Kórea hótar öllu illu

Tínir ostrur á Yeongpyoeng-eyju
Daglegt líf gekk sinn vanagang meðan undirbúningur að heræfingum stóð yfir á herskipunum fyrir utan.
nordicphotos/AFP
Tínir ostrur á Yeongpyoeng-eyju Daglegt líf gekk sinn vanagang meðan undirbúningur að heræfingum stóð yfir á herskipunum fyrir utan. nordicphotos/AFP
Suður-Kóreuher hótaði Norður-Kóreu hörðum refsingum geri her norðanmanna árás í framhaldi af heræfingum sunnanmanna í gær.

Mikil spenna hefur tengst heræfingum Suður-Kóreu síðustu vikurnar, sérstaklega eftir að Norður-Kóreuher gerði harða árás á eyjuna Yeonpyeong í beinu framhaldi af heræfingum þar fyrir mánuði.

Árásirnar kostuðu fjögur mannslíf og ollu bæði skelfingu íbúanna og miklum eignaskemmdum á eyjunni.

„Við munum algjörlega refsa óvininum ef hann ögrar okkur aftur eins og með sprengjuárásunum á Yeongpyeong-eyju,“ sagði Ju Eun-sik, yfirmaður í suður-kóreska hernum.

Suður-Kóreuher hefur haldið 47 heræfingar á þessu ári, en æfingin í gær átti að vera sú stærsta sem nokkru sinni hefur verið haldin.

Löndin tvö eiga tæknilega enn í stríði, þótt Kóreustríðinu hafi lokið með vopnahléi fyrir meira en hálfri öld.

- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×