Erlent

Dæmdur í lífstíðarfangelsi

Jorge Rafael Videla fyrrverandi forseti Argentínu
Jorge Rafael Videla fyrrverandi forseti Argentínu
Fyrrverandi forseti Argentínu, Jorge Rafael Videla, var dæmdur í dag í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyninu. Hann var einn af 30 mönnum sem voru ákærðir vegna mannréttindabrota sem voru framin í forsetatíð hans.

Videla er 85 ára gamall og var forseti á árunum 1976 til 1981. Á þeim tíma hvarf mikið af fólki og mörg mannréttindabrot voru framin. Saksóknarinn í málinu sagði við fjölmiðla að lágmarks refsing fyrir glæp gegn mannkyninu sé lífstíðarfangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×