Innlent

Innbrotsþjófur handtekinn við Kringluna

Hús verslunarinnar.
Hús verslunarinnar.

Karlmaður var handtekinn í dag þegar hann braust inn í Hús verslunarinnar gegnt Kringlunni. Maðurinn braut rúðu og fór inn í verslunarhúsnæði. Lögreglan kom fljótlega á vettvang og hafði hendur í hári mannsins sem var færður í fangageymslur.

Ekki er ljóst hvort einhverju hafi verið stolið en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var mikið rótað til og eitthvað skemmt innandyra.

Þá reyndi innbrotsþjófur að spenna upp glugga í Hellulandi í Fossvoginum í dag. Hann hafði ekki erindi sem erfiði og þurfti frá að hverfa.

Íbúar húsnæðisins höfðu farið í jólaboð. Mikið hefur verið um innbrot nú um jólin.

Lítið hefur verið að gera hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins þá var eitthvað um sjúkraflutninga í dag en ekkert í samanburði við nóttina þar sem sjúkraflutningamenn voru kallaðir út þrjátíu sinnum, sem þykir óvanalega mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×