Körfubolti

Keflavík og KR spáð Íslandsmeistaratitlunum í körfunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflavíkurkonur eru þegar búnar að vinna einn titil á tímabilinu.
Keflavíkurkonur eru þegar búnar að vinna einn titil á tímabilinu. Mynd/Daníel
Kvennalið Keflavíkur og karlalið KR munu fagna Íslandsmeistaratitlinum í körfunni næsta vor ef marka má spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna í árlegri spá sem var kunngerð nú áðan á kynningarfundi Iceland Express-deilda karla og kvenna fyrir tímabilið 2010-2011. Haukar og Tindastól munu falla hjá körlunum en Fjölnir fellur hjá konunum.

KR er spáð 1. sæti í Iceland Express deild karla á undan Keflavík og nýkrýndum meisturum meistaranna í Snæfelli sem eru nú handhafar fjögurra af fimm titlum í boði í íslenskum körfubolta. Nýliðar KFÍ munu bjarga sér ef marka má spánna en hinir nýliðarnir í Haukum mun falla ásamt Tindastól.

Keflavíkurkonur fá mestu samkeppnina frá KR (2. sæti) og Haukum (3. sæti) en Keflavík vann 31 stigs sigur á KR-liðinu í úrslitaleik Lengjubikars kvenna á dögunum. KR vann síðan Hauka í Meistarakeppni kvenna í gær.

Spáin rættist ekki í fyrra hjá körlunum en þá var Grindavík spáð titlinum en verðandi meisturum Snæfells var spáð 2. sætinu. Spáin rættist hinsvegar hjá konunum þar sem KR-konum var spáð titlinum sem þær unnu eftir úrslitaeinvígi á móti Hamar sem var spáð 2. sætinu í spánni. Árið á undan rættist spáin hinsvegar hjá körlunum en ekki hjá konunum.

Spáin fyrir Iceland Express deild karla 2010-2011:

1. KR 401 stig

2. Keflavík 373

3. Snæfell 372

4. Stjarnan 313

5. Grindavík 287

6. Njarðvík 263

7. Fjölnir 182

8. ÍR 166

9. Hamar 118

10. KFÍ 103

11. Haukar 94

12. Tindastóll 86

Spáin fyrir Iceland Express deild kvenna 2010-2011:

1. Keflavík 180

2. KR 153

3. Haukar 147

4. Hamar 140

5. Snæfell 80

6. Grindavík 67

7. Njarðvík 64

8. Fjölnir 33




Fleiri fréttir

Sjá meira


×