Erlent

Frú Clinton vildi vita hvort forseti Argentínu væri á lyfjum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hillary Clinton virðist hafa mikinn áhuga á Cristina Fernandez de Kirchner. Mynd/ AFP.
Hillary Clinton virðist hafa mikinn áhuga á Cristina Fernandez de Kirchner. Mynd/ AFP.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Buenos Aires til þess að fiska eftir mjög persónulegum upplýsingum um forseta landsins, Cristina Fernandez de Kirchner.

Breska blaðið Guardian, sem hefur birt upplýsingar frá vefsíðunni Wikileaks, segir að eitt af því sem Clinton hafi viljað vita væri hvort de Kirchner tæki lyf gegn streitu og hvernig hún tækist á við streituvekjandi atburði að öðru leyti. Þá vildi Clinton vita hvort streita hefði áhrif á samskipti de Kirchner við aðstoðarmenn sína.

Það er því kannski ekki að furða þó að Hillary Clinton hafi tekið því illa þegar skilaboð bárust af því í síðustu viku að leyniskjöl, sem stjórnvöld í Bandaríkjunum höfðu sent sendiráðum sínum víðsvegar um heim, myndu leka á netið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×