Innlent

Krapaflóð í Eystri-Rangá í dag

Mynd af flóðinu. Grettir segir að mikill ís hafi verið í því sem hafi borist niður með ánni.
Mynd af flóðinu. Grettir segir að mikill ís hafi verið í því sem hafi borist niður með ánni. Mynd/Grettir Rúnarsson
„Þetta var óvenjulegt og bændur og aðrir á svæðinu voru mjög hissa á þessu. Þetta var gríðarlega mikið miðað við árstíma," segir Grettir Rúnarsson sem var á ferð við bakka Eystri-Rangá í dag þegar krapaflóð fór niður ánna og vatnsmagnið margfaldaðist skyndilega.

Grettir segir að áin hafi ekki flætt yfir bakka sína en áður en flóðið fór niður ánna hafi þetta verið lítil spræna, eins og hann orðaði það. Um klukkan fimm í dag var rennslið í ánni 11 rúmmetrar á sekúndu og rétt fyrir klukkan sex hafi það farið upp í 34 rúmmetra.

Hann segir að líklega hafi klakastífla brostið ofarlega í ánni. „Það er ekki algengt á þessum árstíma," segir hann en ekki hefur snjóað mikið á svæðinu og frost ekki verið mikið.

Eins og fyrr segir var Grettir þar á ferð á fjórhjóli. „Ég var að spá í að fara yfir ánna á fjórhjólinu áður en ég tók eftir flóðinu en ákvað að sleppa því. Sem betur fer, það hefði ekki verið gaman að vera einn á ferð og fastur kannski út í á."

Myndskeið af flóðinu birtist á Vísi.is á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×