Innlent

Jóhanna kynnti sér viðbrögð vegna gossins í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa fengið að kynnast því í dag hversu vel almannavarnakerfið hafi virkað. Viðbragðsáætlun vegna gossins hafi virkað mjög vel.

Jóhanna fór í samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð í dag. Eftir það kynnti hún sér aðstæður á Hvolsvelli. Hún sagðist vera þakklát sjálfboðaliðum, lögreglu, björgunarsveitamönnum og öðrum þeim sem lögðu sig fram vegna gossins.

Jóhanna sagði að ríkisstjórnin myndi ræða gosið þegar hún kemur til fundar á þriðjudaginn. Bregðast þyrfti við ef meira yrði úr gosinu. Hún sagði þó að svo virtist vera sem gosið væri í rénun og vonaði að það yrði ekki mera úr því en það sem komið væri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×