Erlent

Írar neita að biðja Evrópusambandið um aðstoð

Óli Tynes skrifar

Fimmtán evruríkjum Evrópusambandisns hefur enn ekki tekist að telja Íra á að biðja um aðstoð úr neyðarsjóði sambandsins. Írar segjast eiga nóg fé til næstu sjö mánaða og neita að biðja um aðstoð. Fundi evruríkjanna lauk í Brussel í gærkvöldi án þess að samkomulag næðist.

Framhaldsfundur verður í dag og þá munu þau 11 aðildarríki sem ekki hafa evru sem gjaldmiðil leggja sín lóð á vogarskálarnar. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins er ekki hægt að þröngva láni upp á aðildarríki, þau verða að biðja um það sjálf.

Sambandið óttast að ef Írar biðji ekki um aðstoð muni fjármálamarkaðir grafa undan stöðu þess og það svo breiðast til Portúgals, Ítalíu og jafnvel Spánar. Ef sambandið þyrfti svo að koma öllum þessum ríkjum til aðstoðar í einu gæti það þýtt endalok evrunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×