Innlent

Alvarlegt umferðarslys

Gangandi vegfarandi slasaðist alvarlega þegar hann varð fyrir bíl á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar á áttunda tímanum í gærkvöldi.

Hann barst með bílnum nokkurn spöl áður en hann féll í götuna. Verulegar umferðartafir urðu á meðan björgunarmenn og lögregla athöfnuðu sig á vettvangi.

Tildrög slyssins liggja ekki endanlega fyrir, en málið er í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×