Erlent

Fyrrum forseti Argentínu dæmdur í lífstíðarfangelsi

Jorge Rafael Videla fyrrum forseti Argentínu hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsis í borginni Cordoba pyntingar, mannrán og önnur mannréttindabrot.

Videla var leiðtogi herforingjastjórnarinnar sem rikti í Argentínu árin 1976 til 1981 en á þeim tíma voru um 30.000 manns myrtir og pyndaðir í landinu.

Sjálfur segir Videla að dómurinn gegn honum séu pólitískar ofsóknir. Videla hafði áður verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þessa glæpi eða 1985. Hann var síðan náðaður en hæstiréttur landsins felldi þá náðun úr gildi í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×