Innlent

Hæstiréttur þyngir dóm yfir Sophiu Hansen

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sophia Hansen var dæmd í Hæstarétti í dag.
Sophia Hansen var dæmd í Hæstarétti í dag.
Sophia Hansen var dæmd í 12 mánaða fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára, í Hæstarétti í dag, fyrir að bera rangar sakir á Sigurð Pétur Harðarson.

Í málinu var deilt um undirskrift á þremur viðskiptabréfum sem Sophia taldi nafn sitt falsað á. Fól hún lögfræðingi sínum að kæra málið til lögreglu árið 2007.

Í vitnaskýrslu hjá lögreglunni lýsti hún því yfir að hana grunaði að Sigurður Pétur hefði falsað nafnið hennar sem á að hafa leitt til þess að hann var ranglega sakaður um skjalafals. Samtals nam upphæð viðskiptabréfanna rétt rúmum 42 milljónum króna.

Hann var hinsvegar hreinsaður sökum þar sem rannsókna sænskra rithandasérfræðinga leiddi í ljós að sennilega skrifaði Sophia sjálf undir viðskiptabréfin.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Sophiu Hansen í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna málsins í febrúar á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×