Innlent

Tekist á um Evrópusambandið hjá vinstri grænum

Steingrímur J. Sigfússon býst við hreinskiptum skoðanaskiptum á flokksráðsfundi VG í dag
Steingrímur J. Sigfússon býst við hreinskiptum skoðanaskiptum á flokksráðsfundi VG í dag

Búast má við að hart verði tekist á um Evrópusambandsmálin á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hefst í dag. Formaður flokksins reiknar með hreinskiptum skoðanaskiptum, en segir engan vafa á því hver stefna flokksins sé í evrópumálum.

Flokksráð Vinstri grænna kemur saman klukkan fimm í dag. Fyrirfram er reiknað með að hörðustu andstæðingar yfirstandandi viðræðna við Evrópusambandið muni herja á forystu flokksins um að viðræðunum verði hætt. En fyrir nokkrum vikum birtu rúmlega hundrað flokksmenn og stuðningsmenn flokksins áskorun í dahblöðunum til forystunnar um að fara að stefnu flokksins. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir stefnu flokksins í Evrópumálum liggja fyrir og býst ekki við átökum á fundinum.

Steingrímur segist því búast við málsmeðferðarumræðum. Ögmundur Jónasson dóms- og mannréttindamálaráðherra hefur lýst því yfir að ljúka eigi viðræðunum á tveimur mánuðum.

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra sem á sæti í samninganefnd Íslands við Evrópusambandið sagði á dögunum, að það væri óeðlileg leið að ætla að senda aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi hefði greitt atkvæði um samninginn. Steingrímur er ósammála Þorsteini um þetta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×