Innlent

Jarðskjálfti upp á 3 á richter á Reykjanesi

Mynd úr safni
Mynd úr safni

Jarðskjálfti upp á 3 á richter varð austur af Keili á Reykjanesi nú um fimm leytið. Í kjölfarið fylgdu nokkrir minni skjálftar upp á 1 á richter.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru skjálftar á þessu svæði nokkuð algengir. Undanfarnar vikur hafa nokkrir minni skjálftar verið á svæðinu en þetta er sá stærsti síðustu vikur.

Þegar jarðskjálfti fer yfir 3 á richter, „hringir alltaf varúðarbjalla," segir vaktmaður hjá Veðurstofunni. Engin hætta er þó talin vera vegna skjálftanna.

„Það er ekkert í spilunum sem kallar á sérstök viðbrögð af okkar hálfu," segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar RLS.

Þá er einnig verið að fylgjast með hvort úrkoman á Eyjafjallajökulssvæðinu muni valda vandræðum. „Það er ómögulegt að segja til um það hvort það sé hætta á jarðskjálfta," segir Víðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×