Innlent

Sá sem kúkaði á gólfið þarf ekkert óttast

Boði Logason skrifar
Krakkarnir fóru út við sameiginlega heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans.
Krakkarnir fóru út við sameiginlega heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans. Mynd/Samsett mynd Vísir.is
„Það eru nokkrir búnir að hafa samband og ég hef fengið ábendingar - en það er enginn sekur fyrr en sekt hans er sönnuð," segir Óskar Stefánsson framkvæmdastjóri Bíla og Fólks ehf. sem rekur rútufyrirtækið Sterna.

Eins og Vísir greindi frá í gær og í dag varð rútubílstjóri hjá rútufyrirtækinu Sterna var við að einhverjir farþegar höfðu kúkað á gólfið aftast í rútu á vegum fyrirtækisins á sunnudagskvöld. Komið hefur fram að þeir krakkar sem sátu aftast fóru út við sameiginlega heimavist Verkmenntaskólans og Menntaskólans á Akureyri.

Óskar segist vera að skoða málið og segir að það sé eðlilegt að einstaklingurinn sem kúkaði á gólfið komist í leitirnar. „Ég ætla ekkert að kæra þetta, það er af og frá. Eftirmálarnir verða engir af okkar hálfu, það er bara einfaldast að það komi í ljós hver gerði þetta til að taka grun af öðrum."

Sá einstaklingur sem kúkaði á gólfið, mun hann þá ekkert þurfa að óttast, ef hann gefur sig fram og viðurkennir verknaðinn? „Hann þarf ekkert að gera það, hann fær bara tiltal frá mér og verður vinsamlegast beðinn um að gera ekki svona aftur," segir Óskar.




Tengdar fréttir

Menntaskólakrakkar kúkuðu í rútu á leið til Akureyrar

„Ég keyrði sjálfur þessa leið í 25 ár og ég varð aldrei var við neitt slíkt öll þau ár, og ég keyrði þessa leið á hverjum degi liggur við,“ segir Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Bíla og fólks ehf., sem aka á milli Akureyrar og Reykjavíkur undir merkjum Sterna.

Tekur hart á kúkalöbbum

„Við erum að vinna í þessu máli og bera saman bækur okkar," segir Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×