Innlent

Skáldastígur verði verndaður

„Um þetta dimma sund; þar lá mín leið,“ orti Halldór Laxness um Skáldastíg.Fréttablaðið/GVA
„Um þetta dimma sund; þar lá mín leið,“ orti Halldór Laxness um Skáldastíg.Fréttablaðið/GVA
Skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að breyta deiliskipulagi og setja kvöð á lóðirnar Mjóstræti 4 og Garðastræti 15 til að tryggja umferð um svokallaðan Skáldastíg sem liggur að hinu sögufræga Unuhúsi.

Eigendur lóðanna hafa um langt árabil leyft umferð um stíginn en leitað samvinnu við borgaryfirvöld um framtíð hans.

„Einnig er lagt til að stígurinn verði merktur báðum megin frá, til dæmis með skiltum þannig að sagan glatist ekki,“ segir í tillögu sem samþykkt var. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×