Erlent

Julian Assange óttast um líf sitt

Julian Assange stofnandi Wikileaks er nú í felum en hann óttast um líf sitt í kjölfar hótanna frá ýmsum aðilum sem honum hafa borist.

Ekstra Bladet hefur eftir Kristni Hrafnssyni að Assange óttist um öryggi sitt og því sé best fyrir hann að láta lítið á sér bera. Hótanirnar hafa borist frá ríkisstjórnum og álitsgjöfum. Kristinn segir sumar af þessum hótunum út í hött enda er þar beinlínis farið fram á að Assange verði myrtur.

Breskir fjölmiðlar segja að Assange haldi til í Bretlandi og að breska lögreglan viti hvar hann er. Interpol hefur lýst eftir honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×