Erlent

Qantas í mál við Rolls Royce

MYND/AFP

Ástralska flugfélagið Qantas hefur ákveðið að höfða mál gegn Rolls-Royce, sem framleiddi hreyflana í Airbus A380 þotur félagsins. Vélarnar fóru ekki í loftið í margar vikur eftir að einn hreyfill sprakk í loft upp rétt eftir flugtak í Singapore. Qantas segir að málshöfðunin sé til öryggis, náist ekki sátt í málinu. Félagið hefur hafið notkun á tveimur Airbus A380 vélum en fjórar vélar eru enn kyrrsettar.

Áströlsk flugyfirvöld hafa komist að því að alvarlegur framleiðslugalli sé í hreyflunum og Rolls Royce hafa viðurkennt að um galla sé að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×