Erlent

Richard Holbrooke látinn

Hinn þekkti bandaríski diplómat Richard Holbrooke er látinn 69 ára að aldri. Hann lést í hjartaaðgerð á sjúkrahúsi í Washington í gær.

Holbrooke er m.a. þakkað að það tókst að binda endi á stríðið í Bosníu en undanfarið hafði hann unnið sem sérstakur sendifulltrúi Baracks Obama bandaríkjaforseta í Pakistan og Afganistan.

Ferill Holbrooks spannar allt frá Víetnam stríðinu til stríðsins við Talibana í Afganistan. Obama segir að Holbrooke hafi verið einn af risunum í bandarísku utanríkisþjónustunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×