Innlent

Íhugar að stefna þingmanni vegna bloggfærslu

Guðlaugur Þór Þórðarson ætlar ekki að sitja undir alvarlegum ásökunum.
Guðlaugur Þór Þórðarson ætlar ekki að sitja undir alvarlegum ásökunum.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, íhugar að höfða meiðyrðamál á hendur þingmanni VG, Birni Vali Gíslasyni, vegna bloggfærslu sem hann birti á mánudaginn.

Í bloggi sínu fer Björn Valur hörðum orðum um Guðlaug og sakar hann meðal annars um mútuþægni. Hann vitnar þar til styrkja sem Guðlaugur fékk í prófkjörum sínum og þóttu meðal annars umdeildir innan Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma.

Samkvæmt frétt Fréttatímans, sem birtist í morgun um málið, þá fór bloggfærslan illa í þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Björn vék einnig að Kristjáni Þór Júlíussyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á bloggi sínu en baðst afsökunar á þeim ummælum.

Hann hefur ekki beðist afsökunar á ummælum sínum gagnvart Guðlaugi, því íhugar Guðlaugur réttarstöðu sína í ljósi þess að hann er borinn sök um að hafa orðið uppvís af lögbroti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×